top of page

Óðinn Þórsson

Lögreglan og vopn

 

Í öllum ríkjum heimsins er lögregla starfandi, sumstaðar er lýðræði og sumstaðar er einræði. Í einræðisríkjum starfar lögreglan oft með hernum en við erum heppin að það er ekki einræði á Íslandi.

 

Það er misjafnt eftir löndum hvað lögreglan er vel vopnum búin, það er líka misjafnt hversu vel vel hún þarf að vera vopnuð. Á Íslandi er búin að vera mikil umræða um vopn lögreglunnar. Lögreglan og landhelgisgæslan fengu vopn frá Noregi og ekki voru allir ánægðir með það. Almenningur og sumir á alþingi vildu skila vopnunum og var það síðan gert. Mér finnst að lögreglan hefði átt að fá að halda vopnunum því lögreglan þarf að vera vel vopnuð til að vera við öllu búin. Glæpir aukast, við lesum um erlendar glæpaklíkur í blöðum og eiturlyfjum er smyglað eftir alls konar leiðum. Við vitum ekki hvenær það verður að til komi að lögreglan þurfi að grípa til vopna. Lögreglan þarf að hafa meiri völd á Íslandi til að glæpamenn skilji að það er ekki í lagi að  fremja glæpi á Íslandi. Ég held að flest allir lögreglumenn séu heiðarlegir hér á landi og að þeir sem vilja fara að vinna í lögreglunni vilji það til að tryggja öryggi almennings.  Í Mexikó er mikið um spillingu í lögreglunni og í sumum litlum bæjum þar ráða glæpamenn yfir lögreglunni. Við erum heppin að það er ekki svoleiðis hjá okkur, ég treysti lögreglunni og vil hafa miklu fleiri starfandi lögreglumenn og miklu fleiri hunda sem leita að eiturlyfjum. Lögreglan á ekki að þurfa að vera alltaf að spara og fækka fólki og hundum. Við á Íslandi eigum að búa okkur til sérstöðu og gera glæpalaust  Ísland. Það getum við gert með því að leyfa lögreglunni að taka harðar á glæpamönnum. Oft getur lögreglan lítið gert því dómskerfið er svo þungt hér á landi og örugglega líka í öðrum löndum.  

Mér finnst að lögreglan eigi að vera miklu  fjölmennari og betur vopnum búin til að geta tekist á við hvaða ógn sem er.

bottom of page