top of page

Steinar Bjarnason

Virðing og stuðningur er mikilvægur

 

Allur stuðningur er mikilvægur frá foreldrum, ömmu, afa, þjálfara og einnig kennara. Það er alveg stórmerkilegt hversu mikil áhrif kennarar geta haft á ungmenni. Rannsóknir sýna að ef maður fær nægan stuðning og virðingu frá kennurum getur maður gert allt mögulegt.

 

Alla mína skólagöngu hef ég gengið í Sæmundarskóla, eitt sinn lenti ég upp á kant við kennara minn. Ég var smátt og smátt að missa sjálfstraustið í kennslustundum og mér fannst alltaf eins og kennarinn væri einhvern veginn alltaf að fylgjast með mér. Eftir nokkra fundi og endalausar mínútur frammi á gangi þá settumst við niður ég og kennarinn ásamt pabba mínum og þá ræddum málið alveg í gegn. Ég veit að ég hefði getað gert eitthvað aðeins betur t.d. vandað viðhorf mitt til kennaranna og sýnt náminu eða öllu heldur stærðfræði meiri áhuga.

 

Þessi saga segir okkur bara eitt að nemendur verða að fá virðingu og stuðning kennara til þess að vaxa og dafna sem námsmenn. Stuðningur getur skipt sköpum, hann getur hjálpað okkur andlega og ef ekki líkamlega. Ef nemendur verða fyrir svona löguðu er ýmis hægt að leita til námsráðgjafa, foreldra, eða einhvers sem þú treystir.

 

Ég skrifa þetta fyrir þá sem finnast þeir upplifa svona lagað og mæli eindregið með því  að þið gerið eitthvað í ykkar málum.

bottom of page