top of page

Telma Ásgeirsdóttir

Neteinelti

 

Á netinu eru margir lagðir í einelti, fullorðnir jafnt sem unglingar. Fólk er að nota símana og tölvurnar til þess og setja út á aðrar manneskjur bara til þess að segja einhvað ljótt. Ég ætla að fjalla um neteinelti í garð unglinga og hvaða afleiðingar það hefur.

 

Unglingar setja oft niðrandi orð eða myndir á netið af/til ákveðna persóna og láta krakka trúa því að þau séu minni en aðrir krakkar. Allt sem þú segir slæmt á netinu hefur áhrif á viðkomandi sem fær skilaboðin og afleiðingarnar geta orðið hræðilegar. Margir nota forrit þar sem þú getur sagt allskonar hluti nafnlaust td. kiwi og ask.fm til þess að senda skilaboð til barna en þetta þær síður þar sem unglingar eru vægðarlausir og ættu foreldrar að fá að vita ef barnið þeirra er að senda öðru barni leiðinleg og ljót skilaboð í gegnum netið. Þrír til fjórir krakkar á fjögurra ára fresti svipta sig lífinu vegna einelti og ég held að enginn vilji hafa það á samvisku sinni.

 

Foreldrar VERÐA að taka við öllum þeim upplýsingum sem berast um neteinelti  til eða frá barni sínu hvort sem það er erfitt eða ekki því ef enginn stoppar eineltið þá heldur það bara áfram með þeim afleiðingum að krakkar geta meðal annars byrjað að skaða sjálfan sig, fá kvíðaköst, vanlíðan og á endanum tekiðlíf sitt.

 

Ég mæli með því að allir lesi söguna hennar Selmu Bjarkar Hermannsdóttur en hún lenti í gríðarlegu neteinelti og líka í eigin persónu. Hún náði samt sem áður að brjótast úr eineltinu með jákvæðu hugarfari og með hjálp pabba síns.


Með þessum bakþanka vil ég vekja athygli á neteinelti og hversu alvarlegt þetta er. Ef þú getur ekki komið vel fram við annað fólk á netinu eða bara í eigin persónu þá skaltu sleppa því að hafa einhver samskipti við þá manneskju. Einelti er bannað, gerðu eitthvað annað.

bottom of page