top of page

Guðmundur Ari Hilmarsson

Vandamál Rósaballsins

 

Eins og flestir vita er Rósaballið haldið að hausti í unglingadeild og í ár var það haldið 1. október. Þá er verið að bjóða 8. bekk velkominn í unglingadeildina.

 

Fyrir þá sem hafa ekki farið á Rósaballið þá eru stelpur og strákar í 10. bekk sem eiga að taka á móti 8. bekklingum. Stelpur taka á móti strákum og strákar á móti stelpum, þau gefa þeim rós og tekin verður mynd af þeim, eftir það þá verður dansað og tónlist til kl. 23:00.

 

En það eru nokkur vandamál í sambandi við Rósaballið sem ég vil koma á framfæri. Það fyrsta er það að það er haldið of seint. Þar sem það er haldið fyrir 8. bekk þá ætti það að vera haldið sem fyrst eftir sumarfríið til þess að bjóða þau velkomin. Annað sem ég vildi koma á framfæri er það að það ætti að vera frí daginn eftir í skólanum til þess að leyfa nemendum að hvíla sig því að það er fjör á ballinu og þá verða allir þreyttir daginn eftir. Mér finnst að það ætti að gefa frí fyrir alla í unglingadeild daginn eftir eða halda ballið á föstudegi.

 

Ég er nokkuð viss um að það sé hægt að halda ballið fyrr á haustin án vandamála.

bottom of page