top of page

Halldór Sif Einarsdóttir

Viðhorf nemenda til kennara

 

Margir þekkja það að eiga kennara sem þeim finnst svo leiðinlegur að maður vill alls ekki fara í tíma til hans. Ég á sjálf ekki við það vandamál að stríða en því miður á þetta við um of marga nemendur, stóra sem smáa. Ég skrifa þessa grein til allra kennara og einnig nemenda og vona að allir geti lært aðeins af þessu.

 

Það er vísindalega sannað að fólk ákveður hvað þeim finnst um þig á fyrstu sjö sekúndunum sem það hittir þig. Kennari er kannski í vondu skapi á fyrsta skóladegi vegna einhvers persónulegs málefnis og alveg óvart (geri ég ráð fyrir) lætur það bitna á nemenda með til dæmis öskrum, óþolimæði og leiðindum. Þessi kennslustund mun festast í minni nemendans og fær kennarinn stimpilinn ,,leiðinlegi kennarinn”. Áðurnefndi kennarinn er kannski í alveg sólskinsskapi daginn eftir, samt er það enn fast í huga nemandans að þessi kennari sé leiðinlegur.

 

Ef nemanda finnst kennari leiðinlegur verður námsefnið fljótt leiðinlegt líka, þá minnkar áhugi nemandans og er líklegt að nemandinn leggi sig þá ekki eins mikið fram við vinnuna. Til að forðast þetta þurfa nemendur að vera skilningsríkir og skilja að kennarar eru bara manneskjur eins og við og  þeir geta farið í vont skap  inn á milli.

 

Nemendur þurfa líka að hafa rétta viðhorfið gagnvart náminu. Það mun ekki hjálpa manni neitt í náminu að finnast kennari leiðinlegur og ef maður hugsar um það þá er kennarinn að gera þér greiða með því að kenna þér ,sama hvort það er stærðfræði, íslenska, landafræði eða jafnvel þýska. Ef þú átt við það vandamál að stríða að finnast kennari leiðinlegur þá vona ég að þetta geti hjálpað þér. Góð hugmynd er að einbeita sér að því jákvæða um kennarann (hann getur nú ekki verið alveg alslæmur). Ef það gengur ekki upp þá hlýtur þú að vera annaðhvort hrikalega neikvæð/neikvæður eða þessi kennari hræðilega leiðinlegur, þá ráðlegg ég þér að reyna koma kennaranum í gott skap, eitt gott hrós gerir oft gæfumun.

bottom of page