top of page

Hrafnhildur Líf Jónsdóttir

Fjölgum íþróttum Fram í Grafarholti

 

Ég valdi þetta málefni að því að það á ekki að þurfa skutla okkur í Árbæ, Grafarvog, Safamýri eða jafnvel Mosfellsbæ, til þess eins að stunda íþróttir. Það er stundum sagt að við séum keyrða kynslóðin. Við erum keyrða kynslóðin vegna þess að engin nennir að labba í snjó og frosti til þess eins að stunda íþróttina sína.

 

Mér finnst mjög óréttlátt og jafnvel bara asnalegt að það sé ekki hægt að stunda allar íþróttir í Grafarholti. Tökum dæmi, ég æfði körfubolta hjá Fjölni og á hverjum einasta degi þurfti annaðhvort foreldra minna að skutla mér í og á æfingu. Það endaði með því að ég þurfti að hætta vegna þess að æfingarnar voru farnar að vera of snemma.  Fram stendur fyrir æfingum í fjórum íþróttagreinum sem er dálítið slæmt fyrir íþróttafélag á tveimur stöðum. Þetta eru íþróttirnar sem Fram býður upp á: fótbolti, handbolti, skíði og taekwondo. Að mínu mati þá vantar alveg körfubolta, fimmleika, tennis, badminton, frjálsar og sund. Fram er með eldri íþróttafélögum á höfuðborgasvæðinu og ætti augljóslega að vera með aðeins fleiri en fjórar íþróttagreinar. Að mínu mati er það svolítið metnaðarlaust hjá Fram að bjóða ekki upp á fleiri íþróttagreinar það myndi minnka álag á foreldra og spara bensín.


Ég vona að bakþankar mínir skili einhverju til stjórnenda Fram, því það er erfitt fyrir foreldrana að skutla okkur. Mín skoðun og margra annarra er að það ætti augljóslega að fjölga íþróttum í  Fram. Ef við fjölguðum íþróttunum myndu fleiri krakkar byrja í Fram. En kannski eru þetta of miklar kröfur þar sem að ég þarf að stunda mína íþrótt hjá Fram 75% fyrir utan Grafarholtið.

bottom of page