top of page

Gabriela Rut Vale

Ef ég æfi fótbolta, er ég þá flottust?

 

Ég fór mikið að pæla í því þegar ég sá að íþróttamaður ársins 2015 var Eygló sundkona og sá þá strax hvað margir voru dómharðir því Gylfi fótboltamaður hefði frekar átt þetta skilið en hún.

 

Á Íslandi í dag æfa flest allir fótbolta. Fótbolti er ein af vinsælustu íþróttum heims. Það pirrar mig mikið af hverju það er engin fjölbreytileiki í þessu. Þú ert flottur ef þú æfir fótbolta, það tala allir bara um fótbolta. Það fara allir að horfa á fótbolta. Fólki finnst skrýtið ef þú veist ekki hvað er i gangi í fótbolta eða hver frægi fótbolta maðurinn er sem verið er að tala um í vinahópnum.

Ég skrolla niður Instagram og sá að ákveðinn aðili hafði tekið skjáskot af færslu sem fótboltamaður skrifaði á Twitter og hljómaði hún svona ,,voru þetta jafnréttisverðlaun sem gefin voru í kvöld eða brandarþáttur hjá RÚV?” #erennþahlægjandi. Margir aðilar tóku undir þetta og annar skrifaði athugasemdina ,,alveg rétt sund er bara sund? Sund er ekki rassgat fræg íþrótt”. Þegar ég las þetta þá var eitthvað sem snerti við mér. Er það svona sem við komum fram við aðra sem hafa náð góðum árangri og æfa ekki fótbolta? Fótbolti er fræg íþrótt og það eru svo margir sem fylgjast með henni, en getur það verið að fólk tekur ekki eftir því hvað aðrir eru að gera í öðrum íþróttum. Gylfi átti sannarlega skilið að vera útnefndur íþróttamaður ársins en þarf þá að vera svona svakalega dómharður við þann  sem fékk verðlaunin en ekki hann? Þessi verðlaun eru ekki veitt eftir frægð eða hversu vinsæl íþróttin er. Árangurinn sem Eygló náði á síðasta ári var ótrúlegur, hún komst fyrst inn á Evrópumeistaramótið og var síðan fyrsti íslenski kvenmaður til að lenda upp á palli á þessu stórmóti. Hún er búin að vera keppa á fullt af stórmótum síðan hún var 14 ára gömul, og hefur hún verið að keppa á ólympíuleikunum og æfir mjög mikið. Gylfi kom sínum mönnum líka inn á Evrópumeistararmótið sem er alveg svakalegur árangur og það að hann æfir með eitt af stærstu liðum heims.

 

En ef við pælum í því þá er ekki hægt að bera þessar tvær íþróttir saman því þær eru svo ólíkar. Eygló sundkona náði sama árangri í sinni íþrótt og Gylfi en hún æfir ekki fótbolta, og því að Gylfi er fótboltamaður og lenti í öðru sæti en ekki í fyrsta, þá er það alveg svakaleg martröð hjá Íslendingum. Því allir fylgjast með fótbolta.

bottom of page