top of page

Friðrik

Meira af íþróttum í vali

 

Mér finnst vera of lítið af íþróttum í vali A og B. Ég held að margir séu á sömu blaðsíðu og ég í þessum málum. Íþróttir eru hjá mér og örugglega fleirum uppáhalds tíminn minn í skólanum og íþróttir í vali er ekkert nema gott. En það gerist allt of oft að maður er að fara að velja valgreinar og maður er orðinn spenntur og svo sér maður þær greinar sem standa til boða. Þá kemur í ljós að aðeins ein af tólf valgreinum er tengd íþróttum og allir vilja fara í hana. Þá er maður fastur í einhverju leiðinlegu vali

 

Sérfræðingar segja að maður þurfi að minnsta kosti 60 mínútur af hreyfingu á dag og hreyfing er stór hluti af góðri heilsu. Ég spurði 20 manneskjur hvort þær myndu vilja hafa fleiri íþróttir í vali og 19 svöruðu .

 

Ég skoðaði allar valgreinar sem hafa verið á þessari önn og komst að því að aðeins 6 af 50  eru tengdar íþróttum og 23 af 50 er tengdar listum. Ég hef lent í því tvisvar að þurfa að fara í eitthvað listaval vegna þess að ég komst ekki í eina íþróttavalið sem var í boði.  

 

Íþróttir þurfa ekkert endilega að vera fótbolti eða handbolti. Þær geta líka verið fjallganga, sund, dans, líkamsrækt eða bara eitthvað sem tengist hreyfingu.

 

Ég vil fá að velja um fleiri íþróttir í valfögum. Hvað með þig?

bottom of page