top of page

Fannar Steinn Aðalsteinsson

Eigum við að vakna seinna á morganna?

 

Mikil umræða hefur skapast um hvenær ráðlegt sé að vakna á morgnanna, sérstaklega vegna þess að margir telja Íslendinga vera á röngum tíma og um það eru endalausar rökæður. Unglingar eiga oft erfitt með að vakna snemma og mörgum finnst að skólar eigi að byrja aðeins seinna. Það eru ekki bara unglingar sem eiga erfitt með að vakna. Fullorðnir eiga líka erfitt með það og sérstaklega á veturna þegar þú vaknar í niðamyrkri og sinnir grámyglulega hversdagsleikanum dag eftir dag. Eigum við eitthvað að breyta fyrirkomulaginu á því hvenær við vöknum og hvenær við hefjum daginn?

 

Það er mjög algengt að við ungmennin eigum í erfiðleikum með að vakna á morgnanna enda fara margir seint að sofa. Það bætir heldur ekki úr skák að þurfa að mæta í skólann og ég get ekki sagt að ég þekki marga sem vakna yfir sig spenntir yfir því. Það er líka mjög mikilvægt fyrir unglinga að ná góðum nætursvefn til dæmis vegna þess að hann getur bætt frammistöðu í skóla, bætt ónæmiskerfið og er mjög mikilvægur fyrir vöxt og þroska einstaklingsins. Hormónaframleiðsla á sér líka stað á næturnar og því er ekki hægt að bæta upp fyrir tapaðan nætursvefn með því að sofa á daginn. Svefn gerir líka svo svakalega mikið fyrir heilsu þína, bæði líkamlegu og geðrænu. Svo mikið að ekki er hægt að nefna það allt hér. Helsta ástæðan fyrir því að unglingar vilja fá að byrja daginn seinna en fullorðnir er að þegar einstaklingur kemst á unglingsárin fer hann seinna í rúmið á kvöldin. Það á sér í rauninni vísindalega útskýringu og hún er sú að þetta stafi af breytingum á lífeðlisfræðilegum ferlum og hormónastarfsemi sem á sér stað á unglingsárunum. Lífeðlisfræðileg þörf unglinga fyrir að fara að sofa vaknar seinna en hjá fullorðnum og þess vegna fara þeir seinna að sofa. Til dæmis ef hormónastarfsemi fullorðinnar manneskju veldur því að hún sé orðin þreytt í kringum 11 um kvöldið þá verður unglingur ekki jafn þreyttur fyrr en um eitt að nóttu til. Svo margir segja það rökrétt að leyfa unglingum að vakna aðeins seinna. Aftur á móti að ef skólinn myndi byrja síðar myndi hann klárast seinna á daginn og það held ég að sé ekki sniðugt og fæstir myndu vilja það.

 

Sumir vilja meina að fólk eigi erfitt með að vakna vegna klukkunnar á Íslandi. Það hefur verið mikil hringl með hana á Íslandi á síðustu öld og vilja margir meina að nú sé hún vitlaus og rétt sé að breyta henni. Við erum í raun á þeim tíma sem einu sinni kallaðist sumartími. Þegar jörðinni var skipt upp í tímabelti árið 1883 var miðað við það að hádegi í hverju belti skyldi vera næst klukkan 12. Þegar við skoðum tímann á Íslandi kemur í ljós að hádegi í Reykjavík er að meðaltali klukkan 13:28 og er það vegna þess að á Íslandi og í mörgum öðrum löndum hefur klukkunnni verið flýtt til þess að samræma birtu og vökustundir. Ef að við flýtum henni meira verður bjartara þegar við vöknum en fljótara að dimma. Aftur á móti að ef við seinkum henni verðum við að bíða lengur eftir birtunni á morgnanna. Síðan er það þriðji valmöguleikinn sem væri að breyta klukkunni tvisvar á ári ens og mjög mörg lönd gera. Sumir myndu kannski vilja vakna í meiri birtu en það er ljóst að einhver ein lausn hentar ekki öllum svo ættum við eitthvað að vera að hringla meira með þessa klukku?

 

Það hefur mjög mikið verið rætt um þetta mál á alþingi og frumvörp eða þingsályktunartillögur um að seinka klukkunni um eina klukkustund hafa verið lagðar fram árin 2010, 2013 og 2014. Það hefur líka verið íhugað að taka upp sumartíma og það var árið 2000 og 2006. Ég tel að við ættum bara að sætta okkur við fyrirkomulagið sem hefur verið á klukkunni síðan 1968 vegna þess að fólk er orðið vant því og það er líka mjög kostnaðarsamt að breyta því.

 

Ég held að það sé ráðlegt að vakna á þeim tíma sem við erum að vakna á og aðalmálið er að vakna jákvæð og njóta grámyglulega hversdagsleikans.

bottom of page