top of page

Erlendur Snær Ársælsson

Matur í Sæmundarskóla ætti að vera fjölbreyttari

 

Matur er eitt það mikilvægasta sem allir þurfa í heiminum, ef þú borðar ekki mat þá svelturðu. Fullt af fólki segir að maturinn í Sæmundarskóla sé ekki nægilega fjölbreyttur. Það er alltaf sami maturinn á föstudögum, annað hvort skyr, súpa eða grjónagrautur. Það vilja allir fá pítsu eða hamborgara t.d. bara einu sinni í mánuði og á hamborgaranum má vera ostur. Á mánudögum og miðvikudögum þá er alltaf fiskur og í um það bil  70% tilfella er soðin ýsa eða salt fiskur en það eru einungis sirka einu sinni í einum mánuði saltfisks strimlar. Af hverju ekki bara að hafa svona borð með 2-4 rétti sem þú getur bara bent á og fengið það sem þú vilt? Þá myndu fleiri borða hérna í skólanum.


Matur er eitthvað sem þú þarft, sérstaklega í skólanum, án hans verður maður svangur og úrillur og nær ekki að hugsa alveg skýrt.

bottom of page