top of page

Eric

HEIMANÁM?
 

Heimanám, hugsið aðeins út í í orðið heimanám. Þegar ég heyri þetta orð heimanám verð ég pirraður, fæ hausverk og ég horfi á það eins og mjög neikvæðan hlut.

 

Sumir segja að heimanám sé mikilvægur hlutur, mér finnst það klárlega ekki rétt. Heimanám er sóun á tíma vegna þess að við lærum nóg í skólanum. Maður hugsar þegar skólinn er búinn: ,,Andskotinn! Ég á eftir að læra stærðfræði, íslensku, norsku, samfélagsfræði og ég veit ekki einu sinni hvað". Ég þoli ekki að koma heim með hausverk eftir erfiðan skóla dag sem stoppar ekki einu sinni, maður fær ekkert frí það er alltaf sagt ,,farðu að lesa, farðu að læra". Það er bara enginn tími fyrir afslappaðan tíma í sófanum eða eitthvað þannig. Mér finnst að heimanám ætti kannski að vera lesa 1-2 blaðsíður á dag úr bók að eigin vali. Það væri næs. Ekki 15 dæmi í stærðfræði og 12 blaðsíður í málfræði, sjálfspróf í samfélagsfræði og náttúrufræði. Við lærum nóg þegar við erum í skólanum sem er 4-6 tíma á dag.


Við þurfum ekki endalaust heimanám, VIÐ LÆRUM NÓG Í SKÓLANUM!

bottom of page