top of page

Elísabet Freyja Þorleifsdóttir

Valgreinar

 

Það sem mér finnst skemmtilegast að gera í skólanum er að fara í val af því að þú getur valið úr svo mörgu til að fara í t.d. myndlist, íþróttir, textíl, smíði, heimilisfræði, tónfræði, forritun og margt fleira.

 

Það sem er líka svo gaman við þetta er það að þú hefur kannski mikinn áhuga á myndlist en hefur ekki aðstöðu heima hjá þér til að mála eða teikna og þá er svo gott að geta valið það að fara í myndlist. En núna undanfarið hafa valgreinarnar verið frekar ,,þurrar”. Ekki verið að leggja áherslu á valgreinar sem brjóta aðeins upp það hefðbundna bóknám sem við erum í alla daga, allt árið. Það finnst mér frekar fúlt og ég veit að ég er ekki sú eina í skólanum sem finnst það. Það er nefnilega þannig að öll erum við ólík og með mismunandi áhugamál og hæfileika. Sumir vilja frekar búa eitthvað til, smíða, mála eða gera tónlist ekki sitja yfir jöfnum og velta sér upp úr því hvort sögnin sé veik eða sterk.

 

Þess vegna eigum við að reyna vera með valfög sem henta flestum en ekki vera að einblína á það að steypa öllum í sama bóklega mótið.

bottom of page