top of page

Elfa

Sund í unglingadeild

 

Af hverju er skólasund í unglingadeild? Við erum búin að vera í skólasundi í sjö ár áður en við förum í unglingadeild og ef við erum í sundi líka í unglingadeild þá erum við í skólasundi í tíu ár í grunnskóla.

 

Mér finnst þetta afskaplega tilgangslaust því við kunnum alveg að synda þegar að við erum komin í unglingadeild enda erum við þá búin að vera í skólasundi í sjö ár og sumir fara líka alveg í sund fyrir utan skólann. Sumir eru líka í íþróttum utan skóla og kannski á mörgum æfingum á viku og þá bætist sundið og íþróttirnar við í skólanum sem er þá kannski of mikil hreyfing fyrir þá. Og svo prófin sem eru í sundinu, einhver tímapróf og eitthvað sem skiptir einhverju máli þ.e. hvað maður er lengi að synda?

 

Við kunnum alla vegana að synda og mér finnst ekki skipta máli hvað við erum lengi að synda heldur bara að við kunnum að synda og við kunnum það væntanlega ef við erum búin að vera í skólasundi í sjö ár þannig mér finnst að það ætti ekki að vera skólasund í unglingadeild.

bottom of page