top of page

Einar Már Baldvinsson

Apple eða Samsung

 

Ég byrjaði með því að sjá hvaða sími kom fyrst, fyrsti Samsung síminn kom árið 1985 og hann hét Samsung-SH100. En fyrsti Apple síminn kom árið 2007 og hét iPhone 1.

 

Ég spurði alla á borðinu mínu hvor síminn væri betri, Apple eða Samsung. Þegar ég var búinn að spyrja alla þá voru bara þrír sem sögðu Samsung, en það voru sjö sem völdu Apple þannig að Apple er greinilega vinsælli  í 9. bekk. Ég leitaði á vefnum hvort að Íslendingum fyndist Apple eða Samsung betra tæki. Þá sá ég á bland.is að Samsung var frægari þar sem 126 manns völdu Samsung og 62 að völdu Apple.

 

Ég kíkti á YouTube og til þess að sjá hvor síminn væri fljótari.

 

Fljótari að kveikja á sér: IPhone

Fljótari að opna app: Samsung

Fljótari í vafra (e. browser): Samsung

Fljótari að opna leiki: Jafntefli

 

Ég skoðaði einnig hvað margir í heiminum nota iPhone og Samsung, síðan árið 2007 hefur Apple selt u.þ.b. 774 miljón iPhone síma en síðan árið 2010 hefur Samsung selt u.þ.b. 1.12 milljarða Samsung Galaxy síma.


Niðurstaðan er sú að Samsung er betri síminn en það skiptir ekki máli þótt maður kaupir Samsung eða Apple, kauptu bara það sem þú vilt.

bottom of page