top of page

Daníel Orri Finnsson

Eru íþróttatímar fjölbreyttir í Sæmundarskóla?

 

Ég er í Sæmundarskóla og mig langar að segja ykkur að það er ekki nógu mikil fjölbreytni í íþróttatímum.

 

Ég vil að íþróttatímar séu fjölbreyttari vegna þess að það eru eiginlega bara skotboltaleikir. Ég  myndi frekar vilja gera eitthvað annað en að fara í skotbolta til dæmis væri hægt að gera eitthvað skemmtilegt eins og blak eða eitthvað álíka. Mér myndi finnst það mjög gaman.

 

Íþróttatímarnir eru í tvo tíma í hverri viku og báðir tímarnir eru í tvo klukkutíma. Fyrri tíminn í vikunni fer þannig fram að báðir 9. bekkirnir eru saman en í seinni tímanum eru það einn og einn bekkur. Nemendur eru 41 alls og erum við stundum 20 á móti 20 í skotbolta leikjum. Ég væri til í að hafa meira þrek, það væri fínt svo allir geta æft sig líkamlega. Það reynir ekkert á mann ef maður fer í tvo klukkutíma á viku bara í skotbolta og það væri ótrulega skemmtilegt ef kennararnir myndu vera með einhverja íþrótt sem fáir æfa eins og körfubolta. Það eru ekki margir sem æfa körfubolta.

 

Þess vegna legg ég til að íþróttakennarar Sæmundarskóla auki fjölbreytnina í íþróttatímum.

bottom of page