top of page

Alexander Jósef Alvarado

Förum vel með borðtennisborðið

​

Í skólanum okkar er eitt borðtennisborð. Það er vinsælt að leika sér á því og yfirleitt er það unglingadeild sem má nota borðið á skólatíma, en stundum fær 6. og 7. bekkur að leika sér á borðinu.

 

Ég hef tekið eftir því að það er ekki farið vel með borðið. Sumir henda spöðunum á borðið og sumir kasta boltunum í burtu.

Mér finnst nemendur ættu að fara varlega með borðtennisspaðana og borðtennis boltann vegna þess að skólinn þarf næstum alltaf að kaupa nýja spaða og bolta. Unglingarnir ættu að passa hvað þeir eru að nota spaðann og boltann í borðtennis svo skólinn þarf ekki að eyða peningum til að kaupa aftur og aftur nýja spaða og bolta. Svo er líka þegar einhver er búinn að brjóta spaðann eða skemma boltann þá getum við ekki spilað borðtennis og þá er það leiðinlegt fyrir okkur þannig að mér finnst að það ætti að hætta skemma borðtennis spaðana og boltana en ef þetta hættir ekki þá kannski verður borðtennisborðið tekið af okkur.

​

Ef nemendur fara vel með borðtennispaðanna og boltann þá gæti skólinn hugsanlega sparað sér peninginn sem fer í það að kaupa alltaf nýja þegar nemendur eyðileggja þá. Þá gæti skólinn notað peninginn í eitthvað annað t.d. nauðsynlega hluti eins og mat, rútuferðir og svo þarf skólinn að borga rafmagn.

bottom of page