top of page

Dagur Margeirsson

Fótboltavellir í hverfinu

 

Ég hef æft fótbolta með Fram í 7 ár og ég hef mjög gaman af því að spila fótbolta. Í Úlfarsárdal og Grafarholti eru tveir fótboltavellir sem eru í fullri stærð og eru notaðir til þess að keppa alvöru leiki á. Annan þeirra er bara hægt að nota á sumrin. Svo eru tveir vellir í Sæmundarskóla og einn í Ingunnarskóla.

 

Alltaf í enda október og byrjun nóvember þegar það byrjar að snjóa og frysta er eiginlega ekki hægt að nota neina af þessum völlum. Vellirnir í Úlfarsárdal verða alveg klakalagðir og vellirnir í skólunum verða alveg þaktir snjó. Skólavellirnir verða ónothæfir fyrr en hinir af því að þeir eru ekki upphitaðir. Þegar það er ekki hægt að nota neina af þessum völlum þá þurfum við að taka strætó í Egilshöll. Þar eru hins vegar mjög oft æfingar hjá Fjölni og vegna þess þá getum við eiginlega ekkert spilað fótbolta í frítímanum okkar á þessum árstíma. Það hefur líka áhrif á hvað við förum að gera í staðinn. Við förum til dæmis að gera hluti sem eru ekki eins góðir fyrir okkur eins og að spila tölvuleiki eða eitthvað svoleiðis. Þess vegna finnst mér að það eigi að byggja fótboltahöll eins og Egilshöll í Grafarholtið eins fljótt og hægt er. Það eykur líkur á meiðslum að spila fótbolta í miklum kulda og það er ekki eins gott fyrir líkamann og sérstaklega ekki fæturna. Það er líka fínt að fá aukaæfingar á veturna af því að það falla oft niður æfingar út af veðri. Svo koma líka frí eins og jóla og vetrarfrí og það er gott að halda sér í leikformi þegar þau eru.

 

Mér finnst að það eigi að gera eitthvað í þessu sem fyrst af því að það er mikið af fólki sem ég veit að mun nýta sér þetta. Þetta mun líka vera miklu betra fyrir Fram af því að leikmennirnir munu halda sér meira við efnið og æfa sig meira.

bottom of page