top of page

Árni Bjartur Jónsson

Lengri tíma í skólaíþróttum

​

Mér finnst að 13 ára og eldri krakkar eiga að fá lengri tíma í skólaíþróttum vegna þess að á þessum aldri eru krakkarnir að verða kynþroska og á þeim tíma er líkaminn að vaxa á fullu og þá er alveg sjálfsagt að krakkar á þessum aldri fái meira en 40 mínútur í skólaíþróttum.

 

Mér finnst að krakkar á þessum aldri eiga að fá klukkutíma íþróttir. Flestar aðrar kennslustundir eru í klukkutíma og þess vegna finnst mér alveg sanngjarnt að skólaíþróttir séu líka klukkutíma vegna þess að ég held að skólinn tapi ekkert á því. Eygló skólastjóri sagði ,,Það opnar kl. 10:35 á þriðjudögum og tíminn byrjar kl. 10:50 og er búinn klukkan 11:35”. Mér finnst að tíminn eigi að byrja klukkan 10:35 og vera búinn klukkan 11:35. Ef íþróttir byrja klukkan 10:50 þá eru frímínútur þrjú korter í stað þess að frímínútur séu 30 mínútur.

​

Ég vona að starfsmenn skólans hugsi svolítið um þetta og vonandi breytist þetta á næstunni. 

bottom of page