top of page

Elísabet Svala Guðbjörnsdóttir

Hæfileika keppni í skólanum

 

Það væri gaman að geta haldið hæfileika keppni í skólanum fyrir áramót og eftir áramót.

 

Það er skemmtilegt að fá að sýna skólanum hvaða hæfileika krakkarnir hafa og það hjálpar manni að koma fram. Ef einhver er hræddur að koma fram getur þetta verið skemmtilegt því þessi krakki er að gera eitthvað sem hann elskar að gera eða ekkert endilega að æfa heldur vill bara sýna að hann getur gert það sem hann vill. Það væri gaman að það væru dómara að dæma ef þetta væri á milli einstaklinga kannski þrjú sæti fyrir hvern bekk sem sagt fyrsta, annað og þriðja fyrir hvern bekk.  Ef þetta er á milli bekkja þá væri að veit verðlaun fyrir þrjá bestu bekkina en þetta er bæði gott tækifæri og gaman að fá að taka þátt í hæfileikakeppni. Það getur verið gaman fyrir yngstu krakkanna að sýna fyrir allan skólann hvað þau geta gert og hvaða hæfileika eða jafnvel áhugamál þau hafa og líka bara til þess að sjá alla bekkina.

 

Mér persónulega finnst gaman að sjá viðbrögð hjá öllum og sjá hvort stressið fer og það er mjög gaman að fá tækifæri til að sýna hæfileika því sumir fá ekki tækifæri til að sýna hæfileika sína og fara bara að gera eitthvað allt annað því þau geta ekki sýnt hæfileika sína.

bottom of page