top of page

Eva Karen Gústafsdóttir

Íþróttir

​

Nú er ég búin að vera í grunnskóla í sjö ár og það er alltaf gert það sama í íþróttum.

​

Í skólaíþróttum eiga krakkar eftir 10. bekk að vera með gott þol í íþróttum og geta sýnt góðan styrk og stöðuleika í mismunandi vöðvahópum og góða samhæfingu liðleika, leikni og úthald í æfingum. Aftur á móti gerum við krakkarnir í Sæmundarskóla það ekki eins mikið og við ættum að gera heldur eru íþróttatímarnir bara 40 mínútur og byrja alltaf á stórfiskaleik og enda á einhverjum boltaleik (sem er oftast skotbolti) og maður verður svolítið þreyttur á því að gera alltaf það sama og lærir miklu minna á því.

 

Mér finnst að tímarnir ættu að vera fjölbreyttari og lengri. Ef að tímarnir eru lengri þá er meiri tími til að gera eitthvað annað en við gerum alltaf núna. Til dæmis er hægt að leggja meiri áherslu á að teygja á, öðruvísi upphitun, fleiri styrktaræfingar og fjölbreyttari og nýja leiki.

bottom of page