top of page

Gunnþór Leó Gíslason

FRAMHÖLLIN

​

Ég ætla að segja ykkur frá hugmynd sem ég fékk. Mig langar að fá fótboltahöll í Grafarholtið t.d. eins og Egilshöll sem er í Grafavoginum.

 

Mig langar að hafa þessa höll í Úlfarsardalnum eða Leirdalnum. Ég vil fá þessa höll í hverfið vegna þess að ef þú hefur áhuga á fótbolta og langar út í fótbolta, en segjum að það sé snjór, rok, frost eða kannski brjálað veður þá nennir þú ekki út í fótbolta þá er gott að hafa fótboltahöll til að vera inni í fótbolta. Líka ef fótbolta æfingar falla niður ef það er vont veður því þá getur þú verið inni í fótboltahöllinni. Ég fann nafn á höllina hún á að heita Framhöllin, af því að fótboltafélagið í hverfinu heitir Fram. Það er líka hægt að fá veitingarstaði í Framhöllina t.d. eins og Joe and the Juice og Lemon því þá getur maður keypt sér eitthvað næringarríkt og góðan mat eftir fótboltann ef maður er svangur, þreyttur og þyrstur.

 

Ég held að margir eigi eftir að líka þessa hugmynd af því að það eru svo margir sem hafa áhuga á fótbolta og eru að æfa fótbolta.það er þá líka hægt að halda fótbolta mót þar inni. Og kannski líka hægt að leggja hana til að halda tónleika. Kannski langar líka einhverjum þá að prófa fótbolta og byrja að æfa ef þessi höll verður byggð. Ef við fáum þessa höll þá getum við æft okkur meira og verið betri því æfingin skapar meistarann

bottom of page