top of page

Hafdís Ýr Birkisdóttir

Lengri tími á milli kennslustunda

​

​

Við vorum að koma úr 7. bekk og erum enn að læra inn á hvernig allt þetta virkar í unglingadeild. Í 7. bekk vorum við alltaf í sömu stofunni með sömu kennarana. Þá þurftum við ekki að stressa okkur á því að skipta um stofur og þá voru töskurnar bara allan daginn á stólunum. Í unglingadeild erum við alltaf að flaka á milli stofa og erum ekki með sama kennarann í neinu fagi nema dönsku og stærðfræði en það er einn kennarinn sem að er með okkur í tvisvar og svo líka umsjónarkennararnir en einn umsjónarkennarin er með okkur í dönsku, stærðfræði og umsjón en hinn er bara með okkur í stærðfræði og umsjón. 

​

Af hverju fá nemendur svona stuttan tíma á milli kennslustunda ? Ef að það væru alltaf 10 mínútur á milli tíma myndi dagurinn lengjast aðeins. En ekki um svo mikið, sirka 20 mínútum lengri ef að ég miða við mánudagana. Við þurfum alltaf að vera að stressa okkur á því að koma ekki of seint í næsta tíma. Vegna þess að við þurfum að ganga frá stofunni og koma okkur í næstu stofu. Hvað ef kennarinn þarf að tala við okkur þá er það bara hætta á því að koma of seint í næsta tíma. Svo erum við skömmuð fyrir það að hlaupa á göngunum en við erum bara að reyna að koma á réttum tíma í kennslustundir. Ég held að enginn vilji fá seint í tíma.

 

Persónulega fyndist mér að það ætti að vera lágmark 10 mínútur á milli kennslustunda. Því að þá gætum við verið með bækurnar í skápnum og tekið alltaf bara fyrir hvern og einn tíma og þá er taskan bæði léttari og við hættum að kvarta yfir því að okkur sé illt í bakinu vegna þess að skólatöskurnar eru of þungar. Ég held að þetta gæti breytt miklu fyrir nemendur þá þurfum við ekki að vera æst og myndum koma róleg inn í tíma í staðinn fyrir að vera svona æst. Heldur bara afslöppuð og værum örugglega meira tilbúin í verkefnið en við erum og myndum koma okkur strax að verki. Við þurfum alltaf að ná áttum, þegar við erum komin inn í kennslustund.

bottom of page