top of page

Halldís Ísabella Halldórsdóttir

Ekki heimanám !

​

Ég er í 8.bekk í Sæmundarskóla og mér finnst vera mikið heimanám. Ég vil ekki þurfa að hugsa um heimanám þegar ég kem heim eftir skóla. Heimanám gerir mig stressaða. Heimanám bitnar oft á foreldrum því þau þurfa kannski að hjálpa börnunum sínum og kunna ekki að gera það sem þau þurfa hjálp með og það er ekki kennt þér það í skólanum. Heimanám aukar kvíða og það er ekki gott að vera með kvíða.

 

Rannsóknir sýna að um 45% alls fólks í öllum stéttum ganga í gegnum alvarlegum kvíða einhvern tíma um ævina. Þessi kvíði gæti komið af heimanámi af því heimanám er stressandi og kvíði getur komið af streitu. Ungmenni er oftast með kvíða kannski kemur kvíðin af öllu þessu heimanámi. Kvíðinn getur bitnað á einbeitingu og þér getur líðið mjög illa, þú vilt ekki fara í skólann og kannski byrjaði þetta allt vegna heimaáms. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á kostum og göllum heimanáms. Skólar sem eru ekki með heimanám gengur miklu betur en skólar með heimanám. Flestir foreldrar taka til dæmis ekki vinnuna sína heim en við tökum skólann með okkur heim, það er heimanámið.

 

Mér finnst heimanám ekki bæta námsárangar. Heimanám er skaðlegt, þess vegna vil ég ekki hafa heimanám í mínum skóla!

bottom of page