top of page

Áshildur Þóra Heimisdóttir

Jólafrí í Sæmundarskóla

​

Það er alltaf svo gaman að komast í jólafrí. Allt tengt jólunum er einfaldlega æðislegt. Að baka, pakka inn gjöfum, fara í jólaboð, skreyta húsið og hlusta á jólalög er ekki einu sinni helmingurinn af því sem maður getur gert.

 

Aftur á móti erum við í mjög stuttu fríi og það byrjar frekar seint. Ég myndi vilja að hafa það aðeins lengra og að það myndi þá bara byrja þrem eða fjórum dögum fyrr. Ég vil hafa tíma til að gera alla þessa skemmtilegu hluti sem eg var að telja upp og ég spurði nokkra krakka um það og þau eru alveg sammála mér. Ég veit alveg að það á að vera í 180 daga í skólanum á ári en það er hægt að stytta önnur frí eins og vetrarfríð sem er oftast í fjóra daga til þess að geta lengt jólafríið. Vetrarfríið er ekki eins mikilvægt og jólafríið. Fyrirgefðu, fæddist Jesú í Vetrarfríinu? Um nei. Vetrarfríið skiptir nákvæmlega engu máli. Og veistu hvað skiptir heldur ekki máli? Síðustu dagarnir í skólanum fyrir jól! Af því að við lærum ekki neitt þessa daga. Við erum bara að föndra, teikna eða í einhverjum leikjum. Maður ætti eiginlega bara að fá að ráða hvort maður fer í skólann þá.

 

Auðvitað eru ekki allir sammála mér en það væri gaman ef einhver myndi hugsa aðeins betur út í þetta og reyna að gera eitthvað í þessu.

bottom of page