top of page

Brynja María Vilhjálmsdóttir

Getuskipting og meiri fjölbreytni í íþróttum

​

Mér finnst að það eigi að getuskipta nemendum í fögum í öllum skólum eða í Sæmundarskóla. Það er örugglega rosalega erfitt fyrir þá sem eru langt á eftir í skóla að vinna með þeim sem vinna rosalega hratt og líka fyrir þá sem vinna hratt að bíða eftir hinum.

 

Þegar við erum að vinna í hópverkefnum þá gera þeir sem vinna hratt eiginlega allt verkefnið og þá fá þeir sem vinna hægt ekki að gera neitt og fá þeir mögulega lægri einkunn. Við höfum mörg heyrt ,,æji nei, ég nenni ekki að vera með henni/honum” þegar krakkar segja þetta þá eru þeir kannski ekki að meina þetta illa heldur kannski vegna þess að það er betra fyrir þessa manneskju. Þess vegna er bara betra að skipta bara eftir getu.

 

Ég held að það verði líka bara miklu betra fyrir kennarana. Kennarar geta tekið tékk á nemendum og út frá því geta þau skipt. Mér finnst líka að það eigi að vera getuskipt í íþróttum, sjálf er ég ekki mikið fyrir boltaleiki og þannig og þess vegna finnst mér mjög óþægilegt að vera með einhverjum sem er miklu betri en ég og sumir rakka mann niður fyrir að hafa gert eitthvað vitlaust. Mér finnst eins og það ætti að vera spurt nemendur hvað þeir hafa áhuga af og skipti þannig að þeir sem vilja fara í boltaleiki t.d. fótbolta og svo þeir sem vilja fara að gera þrek og eitthvað sem þau hafa áhuga.

 

Það er samt ekki hægt að gera það sem öllum finnst skemmtilegt en hægt að hafa meiri fjölbreytni ekki bara boltaleiki í íþróttatímum.

bottom of page