top of page

Daníel Ísak Maríuson

Hjólaskúr fyrir utan Sæmundarskóla

 

Ég ætla að segja ykkur hvernig mig langar að geyma hjólin fyrir utan skólann. Mér finnst svo leiðinlegt þegar hjólin blotna í rigningunni að mig langar að búa til hjólaskúr sem við setjum fyrir utan skólann og getum sett hjólinn í.

 

Við getum sett skúrinn hjá innganginum við íþróttasalinn, mér finnst þetta vera mikilvægt því það eru svo margir sem fara á hjólum í skólann. Við getum svo sett svona hjólagrindur í skúrinn svo hægt sé að læsa hjólunum sínum. Við reynum svo að hafa mikið pláss í skúrnum svo allir gætu nýtt hann sem best. Svo er auðvitað líka hægt að setja vespur í skúrinn því það eru líka nokkrir sem fara á vespum í skólann en þá þarf örugglega að hafa meira pláss í skúrnum. Við getum gert skúrinn í smíði í valinu eða Baldur og Ingólfur geta gert hann.

 

Mér finnst þetta vera nauðsynlegt því þá haldast hjólinn þurr og það fer miklu betur með þau

bottom of page