top of page

Diljá Dís Jónsdóttir

Lengri tími eftir sund og íþróttir

​

​

Í grunnskóla förum við tvisvar sinnum í viku í íþróttir og einu sinni í sund, eða allavega í Sæmundarskóla. Mér finnst mjög gaman í þessum fögum og ég elska íþróttir, íþróttir eru uppáhalds fagið mitt í skólanum, en það er eitt vandamál. Þegar maður er unglingur þarf maður að gera miklu meira eftir íþróttir og sund heldur en þegar maður er krakki. Fara í sturtu, þvo hárið, þurrka hárið, skipta um föt, gera eitthvað sætt í hárið og þess vegna mála sig, ef það er tími. Vandamálið er að það er allt of stuttur tími eftir sund og íþróttir til að gera það sem við unglingarnir þurfum að gera.

​

Við erum í sundi í Árbæjarlaug og förum á milli með rútu sem tekur um 15-20 mínútur. Sundið er búið á sama tíma og næsti tími (samfélagsfræði) byrjar svo við erum alltaf mættar í tímann þegar hann er hálfnaður.  Aftur á móti erum við í íþróttum í íþróttahúsi skólans, sem er tengdur við skólann, en við fáum einungis 5 mínútur eftir tímann til að gera það sem við þurfum að gera áður en næsti tími byrjar. Reyndar hleypir íþróttakennarinn okkur fyrr úr tímanum svo við höfum lengri tíma til að hafa okkur til fyrir næsta tíma. Mér finnst samt að við eigum að fá að klára íþróttatímann og fá bara lengri tíma eftir hann til að hafa okkur til fyrir næsta tíma. Alltaf er verið að reka á eftir manni svo maður komi ekki seint í næsta tíma. Þetta stress veldur oft því að maður gleymir einhverju í klefanum og týnir því. Rannsóknir hafa meira að segja sýnt að krakkar sem eru undir sífellu neikvæðu andlegu álagi standa sig verr í námi heldur en krakkar sem eru ekki með eins mikinn kvíða og nýta hæfileika sína.   

 

Mér finnst að það þurfi að laga það. Bara nokkrar mínútur munu breyta miklu. Kannski verður skólinn auðveldari fyrir bæði kennarana og krakkana ef við fáum lengri tíma. Hver veit?

bottom of page