top of page

María Halldórsdóttir

Maturinn í Sæmundarskóla

​

Ég er í 8. bekk í Sæmundarskóla og er búinn að vera í skólanum frá því í 1.bekk. Sæmundarskóli er mjög góður skóli en það sem mér finnst að mætti laga er maturinn.

 

Við erum í skólanum í sirka sex klukkutíma eða jafnvel sjö klukkutíma á dag. Mér finnst ekki nógu góður matur í skólanum og finnst að við ættum að fá að ráða einhvern tímann hvað er í matinn. Einnig eru glösin alltaf óhrein og alltaf sápa í þeim í það minnsta alltaf þegar ég ætla að fá mér að drekka. Ég hélt að mest allur maturinn í skólanum væri pakkamatur. En þegar ég fór að spyrja kokkinn okkar hana Önnu Maríu þá sagði hún að allur matur í skólanum væri ekki pakkamatur nema hakkabollurnar. Einnig er hópur af krökkum fara í íþróttir í skólanum og líka bara beint eftir skóla og þá finnst mér að við ættum að fá almennilegan mat. Vegna þess að ef við hreyfum okkur mikið og erum svöng þá gæti liðið yfir okkur og það gæti verið mjög slæmt sérstaklega fyrir yngri krakka.

 

En það er ekki allur matur í skólanum slæmur. Mér finnst mexíkönsk kjúklingasúpa, grjónagrautur og pasta mjög gott hér í skólanum. En þetta er það sem mér finnst að mætti laga hérna í skólanum. Sem sagt næringaríkari matur er bara betri.

bottom of page