top of page

Sara Ósk Einarsdóttir

Drama

 

Mér finnst eins og stelpur séu með allt of mikið drama út af engu eða kannski ekki engu heldur einhverju sem skiptir ekki miklu máli. Strákar takast á við vandamál á öðruvísi hátt en stelpur t.d. stelpur eru eins og götóttir regnjakkar og svo kemur rigning og þær verða blautar í gegn en strákar eru í regnjökkum með engum götum og þeir verða ekki blautir sem þýðir að stelpur séu örlítið viðkvæmari en strákar.

 

Mig langar að allir séu vinir kannski ekki bestu vinir en góðir vinir. Það er ekkert rosa gaman að heyra vinkonur/vin sínar vilja meiða sig eða vilja ekki koma í skólann. Af hverju finnum við ekki góðu hlutina í lífinu í stað þeirra neikvæðu, ef maður sér einhverja manneskju sem er með flotta greiðslu í hárinu eða í flottum bol eða bara margt annað af hverju göngum við ekki bara upp að henni og segjum það við hana því að hún eða hann mun vera himinlifandi.

 

Við erum eins og við erum og enginn þarf að breyta því. Af hverju segjum við ekki alltaf það góða sem við hugsum.

bottom of page