top of page

Viðar Örn Ólafsson

Búðir í Grafarholti

 

Það mætti bæta einhverju öðru í hverfið eins og kaffihúsi ekki bara hýbýlum og það vantar eitthvað annað í þetta hverfi sem fólk getur nýtt sér eins og bókasafn eða eitthvað.

 

Það er svo asnalegt að það sé ekkert annað nema hús og blokkir í þessu hverfi. Það er svo lítið spennandi við þetta hverfi og það er líklega ástæðan af hverju það eru ekki margir sem búa í þessu hverfi. Við höfum Krónuna í þessu hverfi en hún lokar klukkan 9 á kvöldin, segjum að einhver ætli að halda bíókvöld og þarf út í búð að kaupa popp og kók,þá þarf maður að fara í Hagkaup í Grafarvogi ef klukkan er orðin meira en 9. Það líka svo lélegt að það sé ekkert sem íbúar Grafarholts geta gert í þessu hverfi. Krónan opnar líka mjög seint og þess vegna hafa nemendur verið í vandræðum þegar það er sparinesti í byrjun dags þá þarftu að kaupa daginn fyrir en sumt sem maður kaupir fyrir sparinesti verður ekki jafn gott daginn eftir. Það verður síðan svo svekkjandi að vera ekki með neitt sparinesti þegar það er verið að horfa á mynd eða eitthvað.

 

Þetta eru líka ástæða fyrir því að íbúar í Grafarholtinu eru ekki sérstaklega ánægð með þetta hverfi. Þess vegna mætti bæta einhverju öðru í þetta hverfi heldur en bara hýbýlum.

bottom of page