top of page

Vilhjálmur Ragnar Kjartansson

Þjónusta í Grafarholtið

 

 

Ég bý í Grafarholti sem er tiltölulega nýtt hverfi og það er enginn sjoppa, bókasafn, sundlaug né ísbúð. Eina þjónustan í Grafarholti er bakaríið, KFC og Krónan.

​

Mér finnst vanta meiri þjónustu í Grafarholtið. Oft á föstudags og laugardagskvöldum þurfum við vinirnir að fara upp í Spöng eða einhverstaðar í Grafarvog til þess að kaupa nammi, snakk, pítsu, ís eða eitthvað svoleiðis. Og eftir það þarf oft einhver að sækja okkur þangað því strætó hættir að ganga eftir 11 á kvöldin. Ég hef búið annars staðar þar sem það var mjög stutt í alla þjónustu og mér fannst það miklu þægilegra. Kannski er ástæða fyrir því að að það sé ekki þjónusta hérna því að þjónustan sem myndi vera hérna myndi kannski ekki græða neina peninga.

 

En vegna þess að þetta er tiltölulega nýtt hverfi þá vona eg að það kemur meiri þjónusta bráðum.

bottom of page