top of page

Arna Mist Helgadóttir

Reynisvatn og Reykjavíkurborg

​

Seinustu mánuði hefur Reykjavíkurborg verið að funda um hvort að það ætti að byggja íbúðir í kringum Reynisvatn. Það er algjör bilun að ætla að fara að byggja hús í kringum eitt fallegasta útivistarsvæði hverfsins þar sem margir hundaeigendur og þó nokkrir útivistarmenn nota.

 

Þegar ég fyrst frétti af þessu var ég að fletta í gegnum Facebook og sá umræðu um þetta. Ég er í hóp inn á Facebook sem heitir Ég er íbúi í Grafarholti og þar var einhver búinn að setja þar inn byggingarplan frá Reykjavíkurborg um að það að byggja eigi 49 íbúðir í kringum Reynisvatn og fólkið sem á heima í hverfinu vill það ekki. Seint í ágúst fréttist að það væri verið að rífa niður veiðiaðstöðuna við Reynisvatn. Það er núna verið að ákveða niðurstöðuna, hvort það verður byggt eða ekki. Þetta er eins og innrásin frá Mars, Reykjavíkurborg er geimverurnar og við íbúar í Grafarholti erum fórnarlömbin á jörðinni og Marsbúar eru bara búnir að ákveða að ráðast á hverfið okkar með því að byggja hús á svæði sem er það fallegt að það má ekki skemma það. Mér finnst eins og allir íbúar í þessu hverfi ættu að fara fyrir framan Ráðhúsið og mótmæla þessu en þá myndum við kannski vera að ganga of langt. Um daginn las ég að það er helmingur sem vill hafa hús á þessari lóð en helmingur sem vill ekki hafa hús. Einnig eru nemendur á yngra stigi í Sæmundarskóla að nota svæðið í kringum Reynisvatn í útikennslu. Það væri mjög leiðinlegt fyrir þá nemendur að ekki geta verið í útikennslu og lært um náttúruna og notið hennar á meðan. Svo á hverju ári í Sæmundarskóla taka allir nemendur þátt í hinu árlega Sæmundarhlaupi þar sem allir hlaupa eins marga hringi og þau geta í kringum vatnið á einhverjum ákveðnum tíma. Ef það á að byggja á lóðinni þar sem krakkarnir eiga að vera hlaupa þá er ekki hægt að halda þessa keppni. Ef það verður byggt í kringum vatnið þá þurfa örugglega allir að hlaupa stærri og lengri hring sem ekki allir geta hlaupið t.d. eins og fyrsti bekkur er ekki með það mikið þol að kannski geta hlaupið í gegnum Leirdalinn að rauðu tönkunum sem er efst uppi í hverfinu og hlaupið svo aftur niður að skólanum.

 

Það er ekki komin lokaniðurstaða en það mun brátt verið fundað um það. En ég, eins og allir í hverfinu vonum að það koma  ekki fleiri íbúðir við Reynisvatn og vonum það allra besta.

bottom of page