top of page

Aleksander Marciuk

Fleiri sjoppur í hverfið

 

 

Ég ætla að tala um sjoppurnar í hverfinu okkar. Eins og þið vitið þá er bakarí og bensínstöð við Ingunnarskóla en það er ekki með sjoppa þar. Einu sinni var vídeóleiga hjá bakaríinu og það var líka hægt að kaupa ís, nammi og leigja vídeómyndir. Svo var önnur sjoppa sem var 10-11, minnir mig á. Þar var hægt að kaupa ávexti, grænmeti og nammi. Báðum þessum sjoppum var lokað fyrir löngu síðan og það var ekki gott vegna þess að það vantar sjoppur í hverfið. Já, það er Krónu verslun neðst í hverfinu en ef það er gott veður þá langar mann að labba bara upp í búð eða sjoppu. Svo eru gamlir menn og konur sem eiga kannski ekki bíla þá væri gott ef þau gætu gengið út í sjoppu. Það ætti einhver að velta þessu fyrir sér í þessu því margir munu verða glaðir ef sjoppum yrði bætt í hverfið og við í Sæmundarskóla yrðum líka glöð.

bottom of page