top of page

Olivier Gerard Oleszek

Fótboltavellir í Sæmundarskóla

 

Þegar við vorum á miðstigi voru við mikið á fótboltavöllunum en svo breyttist allt þegar við fórum í unglingadeild. En ég skil alveg krakkana sem fara enn þá út í frímínútur og hvernig það er þegar það er vont veður. Við vorum mjög mikið að spila fótbolta á völlunum í öllum frímínútum en stundum var það bara ekki hægt.

​

Mig langar að tala um fótboltavelli í Sæmundarskóla það eru tveir vellir á skólalóð Sæmundarskóla. Mér finnst þeir báðir ekki góðir, mig langar að það verði bætt úr því. Einn af þeim er bara of lítill og gervigrasið er lélegt og svo þegar það kemur snjór þá er bara ekki hægt að vera að spila á honum. Og hinn völlurinn sem er úr malbiki hallar smá og þegar það kemur frost þá rennur maður bara. Þannig að mig langar að laga þá eða skipta bara um þá. Þetta er ekki eitthvað mikilvægt fyrir mig að því að við förum ekki lengur út í frímínútur en ég held að yngri krakkarnir vilja þetta líka.

 

Mig langar samt líka að þetta breytist af því að stundum þegar ég á frítíma þá langar mig að fara út í fótbolta hér upp í skóla, en vellirnir eru ekki góðir hér þannig að ég nenni því bara ekki. Þess vegna langar mig að breyta þessu, laga þá eða skipta alveg um og fá nýja velli.

bottom of page