top of page

Olgeir Þór Bjarkason

Brettapall í Grafarholt

 

Margir eru á hjólabrettum í tómstundum sínum og hafa engan stað til að æfa á svo mér finnst flott ef við fáum pall í Grafarholt. Hverfið okkar er svolítið nýtt hverfi svo við höfum ekki hjólabrettapalla.

 

Einu staðirnir  til að ,,skeita” á eru í Sæmundarskóla og Ingunnarskola og allir eru búnir að fá leið á að vera þar á brettum því það eina sem er hægt að gera er að renna sér. Við þurfum æfingapall til að geta bætt okkur og haft það gaman. Það eru flestir sem eiga bretti hér í Grafarholti. Ég gerði könnun í sjötta bekk og þar voru 32 krakkar sem áttu bretti af rúmlega 50 nemendum. Svo eru svona pallar ekki einungis fyrir hjólabretti. Það er líka hægt að vera á þeim á hlaupahjóli og BMX. Fyrir þá sem ekki vita þá eru BMX hjól til þess að gera trikk á. Ég veit um tvo góða staði sem eru góðir til að hafa palla, annar þeirra er fyrir aftan frístundaheimilið Stjörnuland og hinn í Leirdal. Leirdalur er í miðju hverfinu sem er reyndar í eign Fram sem er íþróttafélagið okkar. Þessi völlur er ógirtur og aldrei notaður svo við gætum sett einn pall í eitt hornið eða eitthvað þannig. Auk þess væri örugglega hægt að ræða við Fram um að fá að nota völlinn.

 

En ef þið viljið getið þið athugað með fleiri staði í hverfinu. Vonandi fáum við pallinn.

 

Takk fyrir mig.

 

bottom of page