top of page

Sæunn Nanna

Á lögreglan á Íslandi að ganga með byssur?

 

Mér finnst að lögreglan á Íslandi eigi að fá að ganga með byssur því að það eykur öryggi almennings. Hvað sem er getur gerst og ef eitthvað gerist er betra að hafa byssur til öryggis. Mér finnst heimurinn vera að breytast og mun fleiri glæpir eru framdir. Hryðjuverkasamtök eins og ISIS hafa gert margar árásir undanfarið eins og t.d. í París.

 

Ég veit að við höfum sérsveitina til þess að kalla á ef eitthvað alvarlegt gerist en það er ekki alltaf tími til þess að kalla á hana og er hún ekki alltaf nógu fljót að koma. Til dæmis ef lögreglan er kölluð út og það er kannski maður að hóta kærustunni sinni, lögreglan er komin en svo tekur maðurinn upp byssu og miðar á kærustu sína. Lögreglan hefur ekki tíma til þess að kalla á sérsveitina og þarf að láta manninn leggja frá sér byssuna strax. Ef lögreglan er með byssu og miðar henni á glæpamanninn, eru meiri líkur á því að hann leggi byssuna frá sér. Ef lögreglan er hins vegar ekki með byssu, þá þarf hún að tala hann til, til þess að fá hann til þess að leggja frá sér byssuna. Það eru meiri líkur á því að glæpamaðurinn leggi frá sér byssuna ef það er einhver ógn á honum og ógnin er byssa.

 

Þú hugsar ábyggilega með þér að Ísland sé svo saklaust land að það muni ekki neitt alvarlegt gerast hérna eins og hryðjuverkaárás eða eitthvað. En allt getur gerst og það er betra að vera öruggur og tilbúinn heldur en að sjá eftir því að hafa ekki byrjað að nota byssur fyrr og margir deyji. Það er ekki hægt að breyta því eftir á og þess vegna legg ég til að Íslendingar fjárfesti í byssum fyrir lögregluna.

bottom of page