top of page

Margrét Sól Sveinsdóttir

Er heimanám óþarfi?

 

Heimanám í grunnskólum hefur verið í skólum í langan tíma en er heimanám óþarfi? Heimanám í grunnskólum hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og það eru skiptar skoðanir á því hvort heimanám sé nauðsynlegt eða bara óþarfi og jafnvel skaðlegt. Það hafa margar rannsóknir sýnt fram á að heimanám bæti ekki námsárangur og skili engum árangri sem skiptir máli, það dregur líka oft úr áhuga barna og unglinga á að læra og þeim finnst skólinn oft leiðinlegur. Svo eru skólatöskurnar of þungar, fullar af bókum og heimaverkefnum og það getur verið mjög slæmt bakið.

 

Það þarf líka að hafa tíma fyrir heimanámið. Börn og unglingar í dag eru oft mjög upptekin í tómstundum og hafa ekki mikinn tíma. Þann litla tíma sem við höfum viljum við nýta í gera eitthvað skemmtilegt með vinum eða fjölskyldu. Margir fara beint eftir skóla á æfingar og svo þegar komið er heim á eftir að læra. Í heilbrigðisskyni er fullorðið fólk hvatt til að skilja á milli vinnu og einkalífs og taka vinnuna ekki með heim. Hvers vegna eiga börn og unglingar þá að taka vinnuna með heim og læra uppgefin á kvöldin, sem er yfirleitt tíminn sem er nýttur í heimnámið.

 

Heimanám er auðvitað gott í einhverjum tilfellum ég er bara að að tala um að þetta þetta hefðbundna heimanám í grunnskólum, að gera dæmi í stærðfræði eða einhverjar blaðsíður í íslensku sé óþarfi. Það þarf auðvitað að læra heima ef það er verið að gera einhver verkefni tengd skólanum eða próf! En eru sex klukkutímar á dag ekki nóg til þess að læra? Þurfum við líka að fara heim og vera í ennþá fleiri klukkutíma að læra? Mér finnst gaman í skólanum en það þýðir ekki að ég vilji eyða tímanum mínum tíma heima í að læra líka.

 

Stundum er heimanámið líka það mikið að það er mjög óraunhæft að þeir sem eru uppteknir nái að klára. Mér finnst ekki að þeir eigi að fá skráð án heimanáms og að einkunnin þeirra muni þá lækka, því það þýðir ekki að þeir vilji eitthvað minna læra eða séu með minni metnað fyrir náminu.   

 

Þótt mér finnist gaman að læra finnst mér samt að það mætti alveg minnka heimanám í grunnskólum, mjög mikið. Ég verð að segja að ég er alveg komin með nóg af því að læra langt fram á kvöld mörgum sinnum í viku, ég persónulega hef ekki mikinn í auka tíma til að læra eftir skóla og ég veit að það eru margir aðrir líka mjög uppteknir.  

 

bottom of page