top of page

Birta Líf Ástmarsdóttir 

Fín lína á milli haturs og fyrirlitningu

 

Sagnorðið hata hefur litla merkingu fyrir mörgum og er oft notað í daglegu tali, en hatar fólk virkilega svona mikið?

 

Í orðabók er orðið hatur skilgreint sem grimmt, fjandasamlegt hugtak. Fyrir mörgum er hatur ofsalega stórt orð og hefur meiri merkingu fyrir aðilanum en aðrir gera sér grein fyrir. Margir telja hatur hafa jafn sterka tilfinningalega merkingu og tilfinningin ást, þar á meðal ég.

 

Hatur er mjög sterk tilfinning líkt og ást. Þegar þú elskar þá finnur þú ákveðna tilfinningu sem að segir þér að þú elskar viðkomandi og viljir honum ekkert illt og að ekkert slæmt hendi aðilann. Margir finna þessa tilfinningu ekki oft á sinni ævi, sumir finna hana aldrei. Það er eins með hatur. Hatur er sterk tilfinning sem segir þér að þú hatar viðkomandi og viljir bara gera allt til þess að láta aðilanum líða illa eða finna fyrir sársauka eða óskar þess jafnvel að manneskjan deyji. Þessi tilfinning er líka mjög sjaldgjæf á meðal fólks. Ef að ég óska aðila dauða þá fyrst er ég farin að hata aðilann. Eðlilegt er að finna fyrir hatri þegar horft er til þess hvað er að gerast í heiminum. Ég tel að orðið hata hafi misst alla merkingu hjá langflestum manneskjum, það er ofnotað og sérstaklega of börnum og unglingum.


Ég fer ekki í gegnum einn dag sem íslenskur unglingur án þess að heyra einhvers segjast hata einhvern. Fólk þarf að fara að hugsa áður en það segist hata einhvern því maður getur aldrei vitað hversu illa manneskjan tekur því. Reynum að venja okkur á það að pæla í því hvað við ætlum að segja áður en við segjum það upphátt. Notum orð sem lýsa alvöru tilfinningunni sem er í gangi í höfðinu á okkur. Það er fullkomlega eðlilegt að fyrirlíta manneskju og vilja ekki vera í kringum hana vegna persónulegra ástæðna, reynum að nota sögninga að fyrirlíta í stað þess að hata því að það er svo mikill merkingar munur þarna á milli. Línan þarna á milli er svo örlítil en samt svo merkingarþrungin.

bottom of page