top of page

Bergmann Davíð Kristjánsson

Kæru foreldrar og þjóðkirkjan

 

Núna er nýtt ár runnið upp og krakkar að fara að fermast á næstunni. Vandamálin er að þessir krakkar vita ekki einu sinni af hverju þau eru að fermast því kannski er það bara vegna þess að foreldrar þeirra fermdust. Á Íslandi fermast allir bara því kristni er hér á landi. Mér finnst að það ætti að fræða okkur og  krakka almennt betur um trúarbrögð, ekki bara kristni heldur öll trúarbrögð svo krakkar viti yfir höfuð hvað þetta snýst um. Einnig finnst mér að ferming ætti að vera við 18 ára aldri því þá eru þau þroskaðri og hafi meira vit um hvað þau eru að gera. Ég veit um strák sem fermdist þegar hann var yngri og þegar hann varð 18 ára skráði hann sig úr kirkjunni en þá áttaði  hann sig á því að hann trúði ekki á kristni. Það væri t.d. hægt að hafa eitt að valfögunum bara sér fyrir 8. bekk og þau verða að nýta eitt af valfögunum í þetta eða að foreldrar ættu að ræða þetta og fræða krakkana sína um þetta áður e að þeir velja hvort þau vilja fermast eða ekki.

 

Fyrir jól vorum við í kappræðum og umfjöllunarefnið var tengt  trúarbrögðum. Við teljum að við höfum aldrei lært jafn mikið um trúarbrögð í lífi okkar eins og þá. Að mínu mati eru flestir krakkar nú til dags að fermast fyrir gjafir og peninga.

bottom of page