top of page

Berglind Elma Jakobsdóttir

Einkunnir í íþróttum og sundi

 

Hreyfing er mikilvæg og þess vegna eru kenndar sund og íþróttir í skólum. Alla tíð hafa einkunnir verið gefnar í sundi og íþróttum í skólum. Mér finnst alveg ágætt að mæta í íþróttir og sund en þarf að gefa einkunnir í þessum greinum?

 

Sumir eru góðir í íþróttum og sundi en aðrir ekki. Það er mjög margir sem æfa einhverjar íþróttir og eru því með meira þol og meiri styrk í líkamanum en þeir sem æfa ekkert, en er það réttlátt að það sé látið þá sem æfa íþróttir að fara í sömu próf og þeir sem ekki æfa íþróttir? Það voru 40% af nemendum í unglingadeild árið 2012 sem æfðu ekkert og mér finnst ekki sanngjarnt að þessi 60% sem æfðu einhverjar íþróttir séu að gera æfingar sem reyna ekkert á þau á meðan þessi 40% eru að reyna allt of mikið á sig miðan við þau.

 

Það er vísindalega sannað að það er erfiðara að hreyfa sig ef maður er of þungur. Það er mikið um það að of þungir krakkar líða illa í íþróttum sem og sundi vegna þess að þau eru ekki eins hæf og krakkarnir sem æfðu íþróttir utan skóla. Mér finnst það ekki vera rétt að það minnki líkurnar á því að þú komist inn í framhaldsskóla bara af því að þú fékkst verri einkunnir í íþróttum og sundi en einhver annar.


Mér finnst að það ættu ennþá að vera íþróttir og sund en ekki gefið einkunnir fyrir þær. Góð leið til að gera þetta að hæfilegu kerfi er að það ætti að finna út hvaða hreyfingar og æfingar henta hverjum nemenda svo að sumir nemendur myndu ekki líða illa í í íþróttum.

bottom of page