top of page

Baldvin

Er Gísli Pálmi góð fyrirmynd?

 

Að vera góð fyrirmynd er frekar mikilvægt í samfélaginu í dag,

til dæmis þá er bókstaflega skylda að vera góð fyrirmynd ef maður er foreldri.

 

Ég ætla að segja ykkur aðeins frá fyrirmyndum, fyrirmyndir geta haft mikil áhrif á líf okkar, þær geta bæði verið jákvæðar og neikvæðar. Manneskja sem er jákvæð fyrirmynd í samfélaginu í dag er t.d. manneskja sem er með góða vinnu, vel menntuð, sem reykir ekki og ennþá betra er ef manneskjan drekkur ekki. Dæmi um neikvæða fyrirmynd í samfélaginu í dag er t.d. manneskja sem reykir og drekkur mikið. Nú til dags er mikið í urmæðunni að MMA sé alls ekki gott fordæmi fyrir börn og unglinga. Maður getur samt aldrei breytt sjálfum sér í einhvern annan til þess að

reyna vera betri fyrirmynd, maður getur bara tekið aðra manneskju til fyrirmyndar og reynt að verða jafn góð fyrirmynd og hún. Rapparinn Gísli Pálmi er landsþekktur fyrir rapptónlist sína og stíl sinn. Ég gerði könnun á því hvort strákum og karlmönnum á öllum aldri fynnist Gísli Pálmi góð fyrirmynd. Þeir voru missammála, t.d. svaraði einn ,,Hann er geðsjúklingur sem býr til ömurlega tónlist”. Annar sagði ,,Ef þú telur að það þurfi að gera könnun á því hvort Gísli Pálmi sé góð fyrirmynd skaltu leita þér tafarlaust hjálpar á göngudeild Geðdeildar, sími: 543 4050.” En svo komu jákvæðar athugasemdir t.d. ,,Hann er frábær fyrirmynd, eltir drauma sína sem er meira en flestir þora að gera”. Annar sagði ,,Gísli Pálmi er maður fólksins, hvað með alla þessa erlendu artista? Eru þeir ekkert að fá sér? Nei, bara spyr”.


En maður getur ekki alltaf verið góð fyrirmynd, þú getur annað hvort verið góð fyrirmynd eða vond, það eru ekki bara góðar fyrirmyndir til í heiminum, líka vondar. Þannig að maður getur sagt að hann Gísli Pálmi sé vond fyrirmynd.

bottom of page