top of page

Ásta Margrét Hafbergsdóttir

Snjalltækjakynslóðin


Mig langar að tala um símakynslóðina núna þar sem allir eru bara í símanum sínum. Mér finnst allir sérstaklega unglingar eiga flotta síma og ýmis tæki eins og tölvu. Núna sér maður varla ungling ekki í símanum eða með símann á sér, að hlusta á tónlist eða að gera eitthvað annað með símann.

 

Þetta leiðir oft til vandræða til dæmis í skólanum. Kennarar þurfa margoft að biðja krakkana að taka úr eyrunum og setja síma niður svo hægt sé að fá vinnufrið í tíma. Það er sannað að símar geta valdi miklu stressi að vera mikið í símanum. Margir unglingar sem fullorðnir geta verið snjallsímafíklar sem er mjög algengt og getur verið alvarleg fíkn eins og aðrar fíkni. Það var gerð könnun í einum skóla á nemundum sem sjö af hverjum tíu kíkja á símann sinn á hverri klukkustund og þrjár og hálf klukkustund er meðaltími símanotkunar á dag. Maður tekur svolítið eftir þessu t.d. í matarboði þar sem sem einn og einn aðili getur bara einfaldlega ekki sleppt símanum sínum vegna þess að þeir eru of uppteknir inni á instagram, snapchat, facebook eða álika. Netið er svolítið að taka yfir samskipti hjá fólki og margt fólk kýs frekar að tala við fólk á netinu en í eign persónu sem er frekar skrítið. Það er líka sannað að fólk er að skemma á sér hrygginn á því að líta niður á símann sinn oft á dag.

 

Mér finnst að fólk ætti að hætta að vera svona mikið í símanum sínum og eyða meiri tíma með vinum og fjölskyldu sinni af því að þú eignast engar minningar á Instagram, Snapchat eða öðrum samfélagsmiðlum. Það skiptir máli að vera á staðnum og ekki vera vafra á netinu bara af því að það getur skipt svo miklu máli.

bottom of page