top of page

Aron Snær Ingason

Betri matur

 

Ég er búinn að vera í Sæmundarskóla frá því í fyrsta bekk og er alltof oft búinn að sleppa því að borða matinn sem er í boði og ætla ég því að tala um betri mat í Sæmundarskóla.

 

Mér finnst að það eigi að vera betri matur í Sæmundarskóla og fjölbreyttari. T.d. er fiskur tvisvar í viku eins og er reyndar í flestum skólum landsins og væri betra ef að hann væri eldaður á fjölbreyttari hátt svo manni mundi langa í hann. Mér finnst líka að það ætti að vera að minnsta kosti einu sinni í mánuði eitthvað sem nemendur mættu ráða hvað væri í matinn t.d. hamborgari, pítsa og sushi.

 

Ég gerði könnun í bekknum hversu margir væru ánægðir með matinn í skólanum, það voru sextán af tuttugu sem vildu betri mat í Sæmundarskóla og er því meirihlutinn sem vill betri mat. Það kemur stundum fyrir að það sé góður matur eins og grjónagrautur, tortilla, skyr og pasta en það er svo sjaldan, bara einu sinni í mánuði.

 

Mér finnst líka góð hugmynd að hafa pastabar, salatbar, sjálfsala eða eitthvað slíkt, þannig að þeir sem vilja ekki fá sér það sem er í matinn gætu þá allavega haft val um að fá sér eitthvað annað en er í matinn. Einnig væri ég til í að hafa eitthvað tvennt í matinn sem nemendur gætu valið á milli.


Ég á eitt og hálft ár eftir af skólanum og vona ég að matseðlinum verði breytt þann tíma sem ég á eftir af skólagöngu minni.

 

bottom of page