top of page

Aron Ólafsson

Sund í unglingadeild


Skólasund er eitthvað sem krakkar eru búnir að mæta í alla sína skólagöngu og við erum búin að vera að mæta í 10 ár og nánast allir komnir með nóg af því að mæta í sund fyrir löngu.Prófin eru nánast öll eins og fyrri ár og allir orðnir vel syndir snemma á barnsaldri. Ég velti því oft fyrir mér hvort það sé virkilega nauðsynlegt að mæta í sund einu sinni í viku til að gera sama hlutinn aftur og aftur. Sund er nú bara eins og að hjóla ef þú lærir að synda einu sinni muntu alltaf kunna að synda.

Sund í unglingadeild er það virkilega nauðsynlegt? Mér þykir það ekki vera nauðsynlegt og mér finnst það gera meira slæmt en gott. Margir unglingar sleppa því að mæta til að forðast að eyða tíma sínum og margir eru ekki með nægilegt sjálfstraust til þess að mæta.

Sund hjá unglingum er eitthvað sem nánast engin unglingur nú til dags hlakkar til að fara í hvort sem þeim finnst það einfaldlega leiðinlegt eða að þetta hefur eitthvað með sjálfstraust eða þess háttar að gera.etta þykir mér vera eitthvað sem ætti að sleppa eða að vera val um af því að margir unglingar mæta ekki og fá fjarvist fyrir fag sem við kunnum nú þegar, enda flestir búnir að vera syndir í fleiri ár. Mér finnst þetta vera til þess fallið að lækka einkunnir algjörlega að óþörfu hjá mörgum krökkum.  Ãžetta er bara vandamál fyrir krakka sem skortir sjálfstraust eða eru í yfirþyngd eða eitthvað álíka og þá fer kannski að kvíða mjög mikið fyrir þessum sundtímum. Krakkar hugsa mikið um líkama sinn og þetta veldur mörgum unglingum áhyggjum og kvíða að spranga um nakinn í sturtu með öðrum og skrölta svo á sundlaugarbakkanum fyrir framan hálfan bekkinn, fáklæddur.

En það sem skiptir máli er að öllum í skólanum líði vel og þess vegna finnst mér
að skólastjórar/stýrur ættu virkilega að íhuga að sleppa skólasundi eða að leyfa krökkum að velja hvort þeir vilji fara og taka þátt í sundinu. Ég efast stórlega um að skólastjórnendur myndu vilja standa sjálfir í svona ótilneyddir.

 

bottom of page