top of page

Anton Helgi Falkvard Traustason

Mun námið nýtast okkur í framtíðinni?

 

Í grunnskóla lærir maður mikið af hlutum en munum við nota þessa þekkingu í framtíðinni? Í fyrsta bekk lærir maður stafrófið og frekar létta stærðfæði eins og 1+1 sem verður fast í hausnum á þér restina af skólaárunum. En í fimmta og sjötta bekk eru krakkar að læra óþarfa aðferðir til að leysa stærðfræðidæmi sem þeir munu aldrei nota aftur og málfræði verður erfiðari en áður, sérstaklega í áttunda, níunda og tíunda bekk. Hvenær get ég nýtt mér þá kunnáttu að forsetningar standa alltaf með fallorði og stjórnar falli þess. Eða að að er nafnháttarmerki ef það stendur fyrir framan sagnorð í nafnhætti, mjög líklega aldrei nema þú sért ein/n af þeim fáu sem verða málfræðingar. Svo er það stærðfræði, stærðfræði verður flóknari, þeir byrja að láta bókstafi í dæmin og helling af einhverjum reiknireglum en hugsaðu aðeins um hvenær þetta verður nothæft? Þú getur notað þessa stærðfræði meira en málfræði en samt sem áður munu margir aldrei nota þessa kunnáttu sem eyddi hálfu ári af lífi þeirra. Þú ert í 10 ár í grunnskóla og þú þarft að fara í grunnskóla þú hefur ekkert val, foreldrar senda þig í skóla og þú átt að læra þetta þó að þú munir bara nota einn fjórða af þessu sem þú lærðir.

 

Grunnskóli á að kenna þér grunninn en öll þessi þekking getur verið til einskis. Af hverju er okkur ekki kennt það sem við ,,munum” nota en ekki það sem við gætum notað ef við förum sérstaka leið í lífinu. Fyrstu árin getur þetta verið eins því þar er kennt það sem allir þurfa að kunna en þegar maður fer á unglingastig ætti að kenna hagfræði þ.e.a.s hvernig á að nota peninga, hvernig lög virka og bara allt sem fólk þarf að kunna í lífinu, svo í staðinn fyrir að við þurfum að finna það út sjálf á erfiða mátann.  


Grunnskóli ætti að hjálpa okkur með því að kenna okkur grunninn sem hann gerir ekki, svo munum við líklega ekki einu sinni nota allt námið í framtíðinni.

bottom of page