top of page

Aníta Rós Rafnsdóttir

Erfitt að lifa heilbrigðum lífstíl

 

Persónulega finnst mér erfitt að lifa heilbrigðum lífsstíl á Íslandi þegar kemur að mataræðinu. Hollur matur er orðinn svo dýr að margir sem eiga lítinn pening þurfa að velja óhollari kostinn bara svo þeir geti séð fyrir fjölskyldu sinni. T.d. kosta 750 gr af lárperum 600 krónur og 1 kg af eldaldin u.þ.b. 3000 krónur en heil Zinger Twister máltíð á KFC kostar minna en 1 kg. af eldaldin, sem er fáránlegt, og í máltíðinni er einn Zinger twister, þrír Hot Wings, gos, Franskar og Congo-súkkulaði sem er heil máltíð, ekki bara einn ávöxtur.

Mér finnst mjög gott að borða eitthvað snarl yfir sjónvarpsþáttum/bíómyndum og ég er viss um að fleiri en ég vilji það líka. Ég vel alltaf nammipoka eða snakk bara af því að ávextir, grænmeti og þess háttar er svo dýrt. Snakkpokar í matvörubúðum kosta allir u.þ.b. 200-400 kr. en t.d. kosta 200 gr af jarðaberjum 800 krónur. Segjum sem svo að ég ætli að fá mér síróp á pönnukökurnar mínar þá vil ég helst taka óhollt síróp af því að það munar heilum 400 krónum á lífrænu hlynsírópi og Steeves maple sýrópi. Þetta er kannski ekki mikið eitt og sér en þetta verður há upphæð þegar þessar krónur safnast saman Það er ekki allur hollur matur of dýr og ég ætla ekki að fara að alhæfa neitt en stór hluti er of dýr og það hafa ekki allir efni á dýrumog þá er mjög ósanngjarnt að hollur matur sé svona dýr. Ég er ekki að tala um að lækka matinn um 70%, ég er bara að tala um að það eigi að fara milliveg, t.d. kannski að láta 200 gr af jarðaberjum kosta 400 kr eða 1 kg af grænum vínberjum kosta 350 kr í staðinn fyrir 900 kr. Mér finnst að það eigi að lækka verð á hollum mat svo fleiri geti valið þann kost og séð fyrir börnum og maka í leiðinni.

Mig langar ótrúlega mikið að borða hollan mat en ég get það ekki því ég er svo matvönd og allt hollt sem mér finnst gott er bara of dýrt. Það er kannski mitt vandamál að ég sé matvönd og borði ekki allan mat en ávextir, grænmeti og ber eru samt mjög dýr, og bara hollur matur yfir höfuð. í þessum heimi gerast hlutirnir ekki nema einhver geri hlutina.

 

bottom of page