top of page

Andri Þór Hjartarson

Heimanám hjá börnum og aðstæður heima til að fá hjálp

 

Heimanám er misjafnlega mikið á milli bekkja og skóla. Börn sem eru í fyrsta til kannski fjórða eða fimmta bekk fá heimanám sem þarf að klára yfir alla vikuna, en það er flókið fyrir suma foreldra að skilja heimanámið. Þegar við eldumst þá þyngist námsefnið og þar með getur heimanámið sem við fáum verið frekar flókið og nógu flókið til að foreldrar okkar og forráðamenn geta bókstaflega ekki hjálpað okkur með það. Næsta dag fær nemandinn skráð á sig ,,án heimanáms” fyrir að vera ekki nógu mikill snillingur að skilja ekki allt upp á hár.

 

Ég er mjög heppinn að eiga mömmu sem er menntaður grunnskólakennari og hún getur hjálpað mér með nánast allt heimanám sem ég fæ, en nokkrir félagar mínir hafa ekki þennan möguleika inn á heimilinu og þeim gengur ekki jafn vel með þetta.

 

Mesta heimanámið sem við fáum er í stærðfræði og hún er líka lang flóknust, en í skólanum mínum fer þetta þannig fram að við fáum tímavinnu sem þarf að klára fyrir næsta dag. Stundum höfum við bara hálfan tímann til að reyna að klára öll dæmin vegna þess að það þarf að glósa svo að við skiljum betur sem þarf að gera fyrir næsta dag og þá er stundum ekki nægur tími fyrir alla til að klára dæmin því að hver og einn vinnur á sínum hraða.

 

Væri ekki bara mikið betra að það væri ekkert heimanám og snúningar í kringum það. Krakkar nenna ekki að vera heima eftir skóla að halda áfram að læra eftir að hafa verið að læra í sex klukkutíma að læra í skólanum. Mér finnst að það væri betra að hafa ekkert heimanám sem þarf að hafa áhyggjur af að ná ekki að klára. Það er mín skoðun.

bottom of page