top of page

Andrea Kemp

Svefn er mikilvægur fyrir unglinga

 

Svefn er lífsnauðsynlegur og er það mikilvægt fyrir alla að ná góðum nætursvefni. Svefn er mjög nauðsynlegur fyrir bæði líkamlega og andlega líðan, á meðan við sofum þá hvílist líkaminn og heilinn fær tækifæri til að vinna úr tilfinningum og hugsunum. Lengd og gæði svefns getur haft áhrif á námsgetu og minni.

 

Margir unglingar eiga það til að sofa of lítið og getur það haft skaðleg áhrif á heilsu þeirra og skert getu þeirra til að taka þátt í daglegu lífi. Þegar krakkar eru komnir á unglingastig eykst svefnþörf þeirra vegna aukins álags sem fylgir t.d. gelgjuskeiðinu, meiri heimavinnu og áhugamálum eða íþróttum sem þau stunda. Unglingar þurfa u.þ.b. 9 -10 klukkustunda svefn yfir nóttina en auðvitað er einstaklingsbundið hvað hver og einn þarf að sofa mikið yfir nótt en það að sofa yfir daginn bætir ekki upp fyrir þann svefn sem maður hefur misst úr yfir nóttina. Internet, sjónvarp og tölvuleikir er stór partur af lífi unglinga og hefur það lang oftast neikvæð áhrif á svefn þeirra, birtan á tölvu eða sjónvarpskjánum örva heilan og truflar þannig svefn og er því ekki mælt með að horfa á sjónvarp eða vera í tækjum í að minnsta kosti eina klukkustund áður en maður ætlar sér að fara að sofa. Það eru margar rannsóknir sem sýna fram á að það að byrja seinna í skólanum hefur haft margvísleg jákvæð áhrif á líðan nemenda og skólastarf og finnst mér því að allir skólar ættu að leyfa unglingunum að byrja örlítið seinna í skólanum. Þeir unglingar sem sofa nóg eru oft hamingjusamari, borða hollari mat, ná betur að takast á við streitu og stunda frekar reglulega hreyfingu sem er mjög nauðsynleg.


Þannig eins og staðan er eru mjög margir unglingar með svefnskort og algengasti valdur þess eru símar, sjónvörp eða tölvuleikir og til þess að koma í veg fyrir þetta vandamál gætu foreldrar takmarkað tölvunotkun barnana sinna og kannski i leiðinni bætt frammistöðu þeirra í skóla og gert lífið þeirra auðveldara.

bottom of page