top of page

Alexander Batt Þorleifsson

Það þarf að laga punktakerfið í skólanum

 

Já, skólaárið byrjaði ekki alveg eins og ég vildi hafa það. Það byrjaði þannig að einn kennari minn gaf mér fjarvist þótt að ég hafi mætt á réttum tíma og var lesinn upp. Ég reyndi að rökræða það við hana að ég var mættur en hún neitar að hafa séð mig í tímanum, ég fékk þrjá punkta fyrir ekki neitt og er enn með þá.

 

Mér finnst kennarar verða gera þetta betur því þetta er ekki búið að gerast bara einu sinni. Mér finnst líka of mikið að fá þrjá punkta fyrir ekki neitt, eru þrír punktar ekki svolítið mikið fyrir fjarvist? Ef nemanda er vísað úr tíma fær maður fjóra punkta. Ég er kominn með níu punkta á skólaárinu og það bara af því að kennarinn klikkaði og vill ekki draga þá til baka. Mér finnst að þrír punktar séu allt of mikið fyrir fjarvist, það eru kannski ekki allir samála mér en það eru nokkrir sem eru það. Þegar kennarar mæta seint sjálfir er oftast sett truflun á okkur eða jafnvel fjarvist því þeir ná ekki að lesa okkur upp vegna hávaða. Svona redda kennarar sér og gefa okkur punkta þrátt fyrir að vera mætt. Í reglum er sagt ef nemandi kemur inn þegar það er verið að lesa upp á hann ekki að fá seint, en þar sem ég er fyrstur lesinn upp fæ ég alltaf seint þó að aðrir nemendur komi á sama tíma og ég inn, þeir fá ekki seint því þeir eru lesnir seinna upp.


Jú jú, ég veit að maður á að vera kominn inn í stofu áður en það er lesið upp en þar sem grillinn i matsalnum eru svo léleg að það tekur allan matartímann að grilla brauðið og þá kemur maður seint inn í kennslustofu. Èg er ekki að kenna grillinu um mínar fjarvistir og seinkomur en þetta verður bara að laga. Ég væri til í breytingar eins fljótt og hægt er.

bottom of page