top of page

Ágúst Ingi Stefánsson

Lífið í Sæmundarskóla

 

Í Sæmundarskóla er gott að vera. Allir nemendur hafa aðgang að spjaldtölvum, þráðlausu neti, góðum mat, góðum stofum, bókasafni og fleiru. Það er fullt af góðum stöðum þar sem hægt er að slaka á og taka því rólega. Kennararnir eru alltaf tilbúnir að hjálpa og eru öllum góðir og vel er haldið utan um allt skólastarf. Námið er vel kennt og sjaldan er ,,of” mikil heimavinna. Ekkert er um einelti eða einhvern einn sem skilinn er út undan og mikil heild ríkir meðal nemenda, þá sérstaklega í unglingadeild. Mér finnst yndislegt að vera í skóla þar sem flestum er treystandi og frábært að við fáum að nota alla tækni sem skólinn hefur upp á að bjóða. Í Sæmundarskóla er gott að vera.


Ég tók saman kosti og galla skólans. Flestir eru sammála að hér séum við að tala um góðan skóla. Margir segja kosti vera gott húsnæði, góður tími, rólegt, smart-töflur og góð böll. Gallar myndu vera stundum ekki nógu vel útskýrt í erfiðum verkefnum, sjaldan mikill vinnufriður, svolítið mikil endurtekning í matnum og það vantar að lengja íþróttatímana.

bottom of page